Mér líður ágætlega en mér gæti liðið betur

Lydia Davis er einn frumlegasti og vitasti rithöfundur Banda- ríkjanna. Sögur hennar eru hnyttnar og átakanlegar í senn og einkennast af glettni og innsæi. Þær eru listilega skrifaðar í knöppum stíl en segja þó allt sem segja þarf. Viðfangsefnin eru margvísleg: Barneignir, vínkjallarar og tryggingar, hvort sælla sé að gefa en að þiggja (sérstaklega dýrt, innflutt súkkulaði), forsendur langlífis, fiskiát heima við eða á veitingastöðum, tillitssemi í lestarferðum og gæði vináttu.

Lydia Davis fæddist í Massachusetts-fylki árið 1947. Hún er best þekkt fyrir örsögur og smásögur en hefur einnig sent frá sér skáldsögu og þýðingar úr frönsku. Árið 2013 hlaut hún hin alþjóðlegu Man Booker-verðlaun fyrir ævistarf sitt.

Mér líður ágætlega en mér gæti liðið betur inniheldur úrval sagna Davis í þýðingu Berglindar Ernu Tryggvadóttur.

Pin It on Pinterest

Share This